Vísar veginn í ólgusjó breytinga
Breytingar sem efla vinnustaði og samfélög
Breytingar eru víða. Þær eiga sér stað í hvert skipti sem við förum upp úr hjólförum daglegs reksturs og það er vandasamt verk. Heilsteypt nálgun Vita, byggð á víðtækri reynslu af rekstri og breytingum stuðlar að því að hægt er að ná stórkostlegum árangri.
Unnið á móti straumnum: Ráðgjöf sem er gjarnan ólík hefðbundinni ráðgjöf þar sem praktík, rót vandans og heildræn nálgun eru höfð að leiðarljósi.
Vegferð, ekki verkefni: Vegferð getur falið í sér blöndu verkefna og verkfæra sem henta aðstæðum hverju sinni.
Lausnir: Heildstæð og skapandi nálgun sem snertir á stjórnun, skipulagi og menningu þar sem leyst eru djúpstæð vandamál og innleiddar eru metnaðarfullar umbætur.
Persónulegt og afslappað: Unnið er MEÐ stjórnendum og starfsmönnum á persónulegan máta. Sama hversu flókin eða vandmeðfarin vegferðin er þá er unnið af ró.
Fyrir útvalda: Unnið er með þeim sem eru tilbúin að fara í vegferð, ráðast á rót vandans og horfa inn á við.
Nýlegar vegferðir
Taka á móti brotnum vinnustað og vinna með starfsmannahóp að uppbyggingu þannig að trú, traust og líðan stuðli að starfshæfni og farsælum árangri.
Gera stjórnendahóp að stjórnunarteymi sem vinnur mun betur saman og skilar meiri árangri fyrir allan vinnustaðinn.
Styrking á innviðum vinnustaðar og samstarfi fjölmenns hóps stjórnenda með áherslu á stjórnskipulag, gangverk og samskipti.
Stuðningur við nýjan stjórnanda þar sem stjórnendahópur verður að teymi, mótuð er stefna og skipurit er endurskoðað. Lagður var grunnur sem stuðlaði að eftirtektarverðum árangri m.t.t. skipulagslegra, mannlegra og fjárhagslegra mælikvarða.
Kennsla og fræðsla í að leiða breytingar þar sem kennd er hugmyndafræði Vita ráðgjafar, studd af fjölmörgum fræðigreinum og kenningum.
Nýjustu greinar
Ágúst Kristján Steinarrsson
„Í yfir 20 ár hef ég spurt mig hvernig hægt er að ná fyrirmyndar árangri í umbótum. Vegferðin hefur falist í urmul umbótarverkefna sem verkefnastjóri, stjórnandi, stjórnunarráðgjafi og kennari. Samhliða hef ég ítrekað nýtt mér fræði stjórnunar, atferlis og heila til að sjá hvar lykillinn leynist.
Ég er umbótarsinni í lífi og starfi og brenn fyrir að vinna með starfsmönnum og stjórnendum að skapandi lausnum í krefjandi aðstæðum. Hvort sem um er að ræða alvarlega krísu á vinnustað eða löngun til að gera gott betra þá get ég veitt mikilvægan stuðning með mannlegum, skipulagslegum og umbótardrifnum lausnum.“