Ágúst Kristján Steinarrsson

Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum, verkefnastjórn og fræðslu. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi.

Á 20 árum hefur Ágúst fengist við hvert umbótarverkefnið á fætur öðru, stórt sem smátt og þannig hefur skapast djúp þekking og skilningur á lyklum til árangurs. Með tímanum varð til hugmyndafræði sem er í dag leiðarljós í öllum hans störfum auk þess sem hann kennir hana í Opna háskólanum og víðar.

Í dag er Ágúst stjórnunarráðgjafi í breytingum þar sem hann vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að raunverulegum umbótum og lausnum sem lyfta upp vinnustöðum.

Ágúst leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skapandi, praktískum og skipulögðum vinnubrögðum.

———

Ágúst er jafnframt talsmaður breytinga í samfélaginu þar sem hann talar fyrir heilbrigði í sinni víðustu merkingu. Þannig gaf hann út bókina Riddarar hringavitleysunnar, hefur haldið tugi fyrirlestra um lífsreynslu sína hérlendis sem erlendis, farið í fjölda viðtala í ýmsum miðlum og tekið virkan þátt í ráðum og félagasamtökum sem tengjast heilbrigði og veikindum.

Ágúst Kristján Steinarrsson er stjórnunarráðgjafi í breytingum hjá Vita ráðgjöf

Reynslubankinn: Starfsmannakannanir, þjónustukannanir, stjórnendamælingar, ferlagreiningar, djúpviðtöl, ferlaumbætur, vottað gæðastarf, verkefnastjórn, hagræðingar, umbætur þjónustu, upplýsingatækni, vinnufundir, starfsdagar, stefnumótun, skipuritsbreytingar, stjórnendastuðningur, ávanar, stjórnendateymi, krísur, menning, breytingastjórnun, umbreyting vinnustaða, kennsla, fræðsla og fleira