„Við höfum mjög góða reynslu af því að vinna með Ágústi en hann hefur hjálpað okkur á ýmsum sviðum.
Hann kom að mikilvægri uppbyggingu geðþjónustunnar á miklu krísutímabili sem leiddi til verðmætrar uppbyggingar með góðri og virkri þátttöku allra hlutaðeigandi.
Í framhaldi fengum við hann í verkefni við að byggja upp áætlun að metnaðarfullri og heilbrigðri stjórnun með okkar stjórnendateymi. Hann kom með hugmyndir að því hvernig efla mætti gangverk stjórnunar, styrkja upplýsingaflæði og finna leiðir til að kveikja neista hjá stjórnendum. Hann framkvæmdi einnig 360° stjórnendamat sem án vafa leggur línurnar að frekari árangri stjórnunar og styrkingu stjórnenda.
Ágúst var mjög fljótur að lesa þörfina hjá okkur fyrir metnaðarfulla stjórnun og virka þátttöku stjórnenda. Hann hefur lagt sig allan fram við að hlusta, skilja þarfir og koma með hugmyndir að lausnum og góðum útfærslum í oft erfiðum aðstæðum.“
Hildigunnur Svavarsdóttir, Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
„Ágúst hjálpaði okkur hjá CCP á krefjandi tímum breytinga. Hann vann vel með stjórnendum og starfsmönnum sem stuðlaði að farsælli niðurstöðu, CCP til heilla.“
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Games
„Ágúst skipulagði skipuritsbreytingu Umhverfisstofnunar 2021 með greiningu á fyrirliggjandi skipuriti og möguleikum til frekari árangurs ásamt innleiðingaráætlun. Samhliða setti hann fram lykla að árangi og markvissar tillögur að eflingu stjórnendateymis.
Ágúst var fljótur að laga sig að breytingu á tímalínu í verkefninu, hlustaði eftir þeim þörfum sem til staðar voru og setti fram hagnýtar lausnir. Ágúst er gagnrýninn í hugsun og hvetur stjórnendur til að vera alltaf á tánum.“
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
„Ágúst veitti mér ómetanlegan stuðning þegar ég steig mín fyrstu skref sem deildarstjóri í krefjandi og flóknu starfsumhverfi á Landspítalanum. Hann hjálpaði mér að fóta mig í nýju hlutverki, takast á við stjórnunarlegar áskoranir og bæta samskipti innan stjórnendateymis. Jafnframt studdi hann við stefnumótun deildarinnar, sem gerði mér kleift að móta skýra framtíðarsýn og ná árangri í starfi. Ásamt þessu aðstoðaði Ágúst jafnframt við hönnun og innleiðingu nýs skipurits fyrir deildina, sem var lykilþáttur í að tryggja árangur á umbrotatímum.
Ágúst er framúrskarandi stjórnunarráðgjafi sem beitir óhefðbundnum og heildstæðum aðferðum til að leysa flókin viðfangsefni. Hann leggur áherslu á að finna rót vandamála og þróa lausnir sem skila varanlegum árangri. Með skapandi hugsun, yfirvegaðri nálgun og djúpri þekkingu veitti Ágúst mèr faglega ráðgjöf sem stuðlaði að raunverulegum og varanlegum umbótum, sem standast kröfur flókins rekstrarumhverfis spítalans.“
Viktor Ellertsson, deildarstjóri veitingaþjónustu Landspítala
„Það var mikið gæfuspor fyrir Stjórnvísi þegar Ágúst Kristján bauð fram krafta sína til að endurvekja og skipa nýja stjórn í faghóp um breytingastjórnun.
Strax kom í ljós sú mikla leiðtogahæfni og sterki bakgrunnur sem Ágúst býr yfir. Hann leiddi árangursríka stjórn af brennandi áhuga sem hélt fjölmenna áhugaverða fundi með innlendum sem erlendum fyrirlesurum og mikil fjölgun varð á félögum í faghópnum. Þá hafði Ágúst frumkvæði að því að búa til verklagsreglur fyrir faghópinn sem voru í framhaldi innleiddar til allra 25 faghópa Stjórnvísi. Loks var hann óspar á góð ráð er varðar stjórnun félagsins sjálfs.
Ágúst fær frábærar hugmyndir, er ósérhlífinn, fljótur að lesa í aðstæður og taka ákvarðanir, metnaðarfullur, hreinskilinn, vandvirkur, nákvæmur, lætur verkin tala og er einstaklega skemmtilegur og þægilegur í samskiptum.“
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
„Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ágústi og sjá hann að störfum í fjölbreyttum verkefnum bæði sem ráðgjafa og sem kennara í Opna háskólanum.
Í ráðgefandi hlutverki hef ég séð Ágúst leysa flókin og viðkvæm umbótaverkefni sem kröfðust mikillar stjórnunarþekkingar ásamt færni og næmni í persónulegum samskiptum. Hann er yfirvegaður og lausnamiðaður í krefjandi aðstæðum og á auðvelt með að fá fólk með sér í að skapa lausnir sem virka.
Ég sótti símenntun á tveimur námskeiðum hjá Ágústi í Opna háskólanum, en sjálf er ég með stjórnunarmenntun ofan á doktorspróf í klínískri sálfræði. Námskeiðin hjálpuðu mér að skerpa færni mína og fókus. Nálgun hans hefur nýst mér sérlega vel í starfi mínu sem ráðgjafi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina þar sem reynir mjög á menningarnæmi, greiningarfærni og innleiðingu áhrifaríkra lausna í umbótum í geðheilbrigðismálum.
Ágúst nálgast verkefni sín af metnaði, einlægum áhuga og grósku hugarfari. Hann býr yfir mikilli þekkingu, reynslu og færni og það er sönn ánægja að vinna með honum.“
Ingibjörg Sveinsdóttir, eigandi Hvata – Catalyst Consulting, slf. og ráðgjafi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina.